top of page
Guest house - farm stay - nature
Hérna á Rauðuskriðum höfum við 4 smáhýsi í útleigu. Þau eru öll staðsett í bakgarðinum hjá okkur umvafin trjám. Fyrsta húsið sem við köllum Franzy hús var tekið í notkun 2015. Árið 2017 ákváðum við að bæta við og keyptum 3 bjálkahús frá Völundarhúsum og hófumst handa að reisa og innrétta. Til að aðgreina húsin köllum við þau Græna húsið, Bláa húsið og Gula húsið eða Regnbogahúsin okkar :-)
Öll húsin eru útbúin fyrir tvo með uppábúnum rúmum, handklæðum og helstu eldhúsáhöldum. Öll hafa þau aðgang að gasgrill, leiktækjum og heitum potti. Það sem gestum hefur þó þótt ahugaverðast er að fá að umgangast dýrin, hesta, kálfa, kindur, hunda og ketti og jafnvel fá að fara aðeins á hestbak.
1/2
















bottom of page