Guest house - farm stay - nature

Gestgjafar
Við erum Ingveldur sem er grunskólakennari og Steini sem er vélamaður. Við höfum búið á Rauðuskriðum í 32 ár, Steini er fæddur hér og uppalinn en Ingveldur kemur úr Þingeyjarsýslum.
Við eigum 7 börn á aldrinum 15 til 31 árs.
Á bænum erum við með hesta, kindur, kálfa, 2 hunda og einn kött. Við höfum mikinn áhuga á skógrækt, ferðalögum, góðum mat og samveru með fjölskyldu og vinum.

Í tengingu við náttúru Íslands
Bærinn stendur við fjallið Stóru Dímon sem er stórkostlegt fjall til að ganga á. Gangan hentar öllum og tekur frá 10 mínútum upp í 2 klukkutíma allt eftir áhuga á umhverfinu og líkamlegu ástandi fjallgarpanna.
Við túnfótinn er heimagert stöðuvatn, þar er hægt að renna fyrir silung, róa á árabát eða bara liggja á árbakkanum og hlusta á fuglana.
Þeir sem koma og gista hjá okkur fá að umgangast dýrin eins og þeir vilja, það er alltaf hægt að knúsa hund eða kött, fara á hestbak, fylgjast með litlum lömbum, gefa kálfum pela eða bara fylgjast með.





















